VS Tölvuþjónusta er upplýsingatæknifyrirtæki sem stofnað var í júní 2014 og er með aðsetur á Akranesi. Fyrirtækið byggir á gömlum grunni en stofnendur tóku við rekstri Tölvuþjónustunnar Securstore efh sem hafði starfað frá árinu 1991.

VS Tölvuþjónusta leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu til sinna viðskiptavina sem eru allt frá einstaklingum til stofnana og stærri fyrirtækja. Þær þjónustur sem við veitum okkar viðskiptavinum eru margvíslegar frá hýsingu á vélbúnaði í sérútbúnum kerfissal til alþjónustu tölvukerfa. Við erum einnig umboðs og þjónustusaðili KeepItSafe á Íslandi, en KeepItSafe er einn af stærstu CloudBackup veitendum í heiminum í dag.

VS Tölvuþjónusta starfar samkvæmt vottuðu stjórnkerfi fyrir upplýsingaöryggi ISO 27001:2013

 

Upplýsingaöryggisstefna