Þitt kerfi

Okkar ábyrgð

ISO-vottaður þjónustuaðili

Búnaðarhýsing

Rekstrarþjónusta

Skýjalausnir

 

Tölvuþjónustan ehf.

Við erum upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hýsingu á tölvubúnaði, rekstrarþjónustu og skýjalausnum.

Við prýðum okkur af því að geta veitt persónulega þjónustu til viðskiptavina okkar. Hvort sem það er í gegnum síma, tölvu eða yfir kaffibolla þá pössum við upp á að allir skilji hvorn annan. Skilningur leiðir til trausts. Traust leiðir til vináttu.

 

Búnaðarhýsing

Við bjóðum upp á fyrsta flokks kerfissal til að hýsa búnaðinn þinn.  Kerfissalurinn okkar er hringtengdur inn á ljósleiðara Mílu ásamt því að vera útbúinn með varaafli til að tryggja lágmarks niðritíma. 

Rekstrarþjónusta

Við tökum að okkur umsjón yfir þínum tölvukerfum, búnaðinum þínum, og samskiptum þínum við þjónustuaðila. Um leið færð þú meiri tíma til að einbeita þér að þínum eigin markmiðum.

Skýjalausnir

Öryggi gagnanna þinna er lykilatriði. Við bjóðum upp á afritun, vistun og samhæfingu bæði gagna og vinnuumhverfa upp í ský. Þá hefur þú aðgang að því sem þú þarft, þegar þú þarft, þar sem þú þarft.

Office 365 lausnir

Við bjóðum upp á uppsetningu og umsjón á Office 365, sniðið að þínum þörfum. Kerfið er skýjalausn sem tryggir aðgengi gagna og upplýsinga, sem og auðveldar samskipti og vinnu á milli notenda.  Office 365 býður meðal annars upp á hópavinnulausnir ásamt fjarfundarlausnum.

 

Sérfræðiþekking

Starfsmannahópur okkar er sannkallað A-teymi. Sérfræðingar okkar búa yfir reynslu sem skiptir áratugum og þekkingu sem gæti fyllt heilu bókahillurnar.

Við búum yfir vottunum meðal annars frá Microsoft, Cisco og VMware. Við erum sífellt að bæta við okkur þekkingu enda er það nauðsynlegur hlutur í síbreytilegu landslagi tækniheimsins.

 

 

Alltaf til staðar

Vandamálin gera ekki boð á undan sér og koma oft á óheppilegum tímasetningum. Við reynum þó alltaf að vera til taks þegar hlutirnir fara suður. Að nóttu til eða degi eru samskiptin við okkur alltaf til staðar.

ISO vottað fyrirtæki

ISO/IEC 27001:2013 er alþjóðlegur staðall fyrir upplýsingaöryggi. Staðallinn nær yfir þá þætti er varða starfsmenn, verklagsreglur og upplýsingakerfi. Vottunin felur í sér viðurkenningu á því að við gætum ströngustu viðmiðum í meðferðum upplýsingaöryggis og meðferð trúnaðarupplýsinga.

Starfsmenn

Eggert Herbertsson

Eggert Herbertsson

 
Sigurþór Þorgilsson

Sigurþór Þorgilsson

 
Valdimar Þór Guðmundsson

Valdimar Þór Guðmundsson

 
Sigurjón Jónsson

Sigurjón Jónsson

 
Eyjólfur Stefánsson

Eyjólfur Stefánsson

 
Bjarni Maron Sigurðsson

Bjarni Maron Sigurðsson